Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

Árgangaganga á Ljósanótt

Allir að muna eftir árgangagöngunni laugardaginn 6. sept. nk. frá Hafnargötu 64 hummm..... bílastæðin við Heiðarveg hehehe.. Gangan leggur af stað niður að hátíðarsvæði kl: 13.00 Með kveðju og takk fyrir síðast... Ragnhildur L. Guðmundsdóttir

Ragnhildur L. Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 28. ágú. 2008

vantar hópmynd

Hæ aftur ég tók eftir því að það vantaði hópmynd frá fermingadegi 2 april eh, hefur einhver sem á hópmynd frá þessu degi sem er tilbúin að senda á Isleif Það er eina mynd sem vantar á síðuna, og enn aftur minni ég á að senda myndir á hann Ísleif, alltaf gaman að sjá fleiri myndir. Didda

Sigríður Sveinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 18. maí 2008

flott stemming

Ágætu 64 árangur þetta var rosa stemming hjá okkar 3 mai það var skemmt sér vel á þessu kvöldi dansa og spjalla við flesta sem ég hef ekki séð í mörg ár. Auðvitað vorum við ungu Gellunar fallegast um kvöldið og hárprúðar. Um nóttin á Bergás ballinum endaði með því að ég missti röddina og svaf nánast allan sunnudaginn var ennþá þreytt á mánudeginu eftir, hef ekki skemmt mér svona í mörg ár. ÉG SKORA Á FLEIRI SEM TÓKU MYNDIR AÐ SENDA Á ISLEIF: Takk fyrir mig Didda ;)

Sigríður Sveinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 18. maí 2008

Geggjað fjör

Ég vil bara þakka fyrir frábært kvöld, eins og hjá mörum neðanskráðum hvarf röddin og er ekki fyrr en núna á föstudegi að koma til baka! Svona á að gera þetta! Ógleymanlegt. kveðja

Iða Brá Vilhjálmsdótir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 9. maí 2008

Frábært kvöld....

Gleði Gleði og aftur Gleði... Þvílíkt skemmtilegt kvöld, þakka ykkur öllum og þá sérstakar þakkir til stjórinnar fyrir að standa svona vel að þessu og glæsileg skemmtiatriði....takið þið að ykkur dans sýningar ???? Frábært að hitta ykkur svona glöð og hress svo lituð þið öll svo vel út**** enda ?'64 árgangur... Hittum aftur að 5 árum liðnum ég mæti pottþétt þá ekki spurnig.. Disko kveðjur Eygló Eiríks.

Eygló Eiríksdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 6. maí 2008

Þetta var fjör

Verð að bætast í hópinn og þakka ykkur öllum fyrir skemmtilegan dag/kvöld, ekki síst nefndinni. Komin heim í heiðardalinn/héraðið en það var ekki mikið sungið í bílnum á þessu 11 tíma ferðalagi. Röddin varð víst eftir einhvers staðar eins og hjá fleirum. Rock on! Eða er það Disco on ;)

Freyja (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 5. maí 2008

takk fyrir síðast

hæ öll frábært kvöld. ég get ekki sagt að maður hafi verið í stuði í gær (sunnudag). það var gúffað í sig einum sveittum hamborgara með frönskum og öllu tilheyrandi. Sofnaði svo klukkan 18:00 yfir sjónvarpinu og hraut vel eða svo er mér sagt. sjáumst svo öll hress og kát aftur eftir 5 ár. heyrði í nokkrum meðlimum næstu nefndar klukkan 5 á SUNNUDAGSMORGNINUM og þá voru þau komin á þvílíkt flug farin alla leið til Jamaica með næsta fermingarafmæli, ekki veit ég hvað þau voru að reykja. ha ha ha ha... :) kz

Kristrún Zakaríasdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 5. maí 2008

Ógleymanlegt kvöld

Krakkar, rosalega var gaman að sjá ykkur öll. Þegar maður leit yfir salinn var bros á hverju andliti. Þetta er allavega eitt skemmtilegasta kvöld sem ég hef lifað og mun seint gleyma því.Ég er að jafna mig í fótunum eins og Jóni Marinó en röddin er ekki en komin. Er í táknmálinu með Ernu Sig. Mér fannst tíminn allt of fljótur að líða og reyndi maður að draga það eins lengi og maður gat að fara heim, vildi ekki að þetta endaði. Enda var ég ekki komin í rúmið fyrr en kl. 06:00 og er nú þónokkur tími síðan ég gerði það síðast. Mig langar að þakka ykkur öllum fyrir að gera þetta kvöld svona ógleymanlegt. Nefndin, þið stóðuð ykkur með sóma. Örri, takk fyrir frábæran mat. Við sjáumst svo eftir 5 ár eða svo, allavega mæti ég, enda í nefndinni.

Anna Magga (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 5. maí 2008

Takk kærlega

Langar bara að þakka kærlega fyrir frábæran dag. Þetta var rosalega flott,mætingin í kirkjuna og samverustundin þar. Kvöldið heppnaðist líka í alla staði vel. Hef ekki dansað svona mikið lengi. Maturinn mjög góður takk Örn, tónlistin og stemmingin Ó boy :). Það er ekki að spyrja að því þegar við hittumst það eru allir svo jákvæðir og tilbúnir að hafa gaman. Nefndin á hrós skilið, dansinn flottur.. Kær kveðja Sigga Birna.

Sigga (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 4. maí 2008

Frábært

Takk fyrir samveruna í þessu flotta fermingarafmæli, í fyrsta skiptið fann ég samhljóminn með árganginum, góð tilfinning að tilheyra svona flottum hópi. Hlakka til að mæta á ný að 5 árum liðnum, þangað til reynum við að nota okkur Bergásböllin ;) Kveðja !

Ragnhildur L. Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 4. maí 2008

Kærar þakkir

Ég vildi bara taka undir með hinum og þakka nefndinni kærlega fyrir allt sem þau gerðu til þess að gera þetta kvöld svona frábært.. allir í svo góðu skapi og allir svo góðir vinir. Það er langt síðan ég skemmti mér svona vel. Þvílíkt fjör, enn og aftur takk öll fyrir að vera svona æðisleg þvílíkur árgangur.... En Erna mín ég er skvísan sem skilaði hringnum þínum, kisstu mig bara seinna.. Kveðja Ragga Ævars

Ragnhildur Ævarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 4. maí 2008

Þvílíkt fjör.

Mig langar til að þakka ykkur öllum elskurnar mínar fyrir dag sem seint mun gleymast.það er ekki af árganai 64 skafið kunna að skemmta sér út í eitt.Er að jafna mig í fótunum eftir allan dansinn. Mig langar að senda nefndinni kærar þakkir þið stóðuð ykkur frábærlega.Takk fyrir mig. Kveðja Jón Marinó

Jón Marinó (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 4. maí 2008

Auglýsi eftir HRINGABERA

Langar að koma á fram þakklæti til skvísunar sem fann hringana mína inni á w.c og var svo heiðarleg að láta D.J-inn fá þá, ég veit það í dag að maður á bara að pissa inni á w.c en ekki að taka af sér skartið. Í dag er táknmálsdagur því röddin er enn í KK. Takk fyrir æði æði æðislegt kvöld það lifir lengi í minningunni. Kveðja Erna

Erna Sig (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 4. maí 2008

Einn spældur

Guðný hvað ertu að spá! Ertu búin að gleyma mér? Manstu ekki eftir fyrsta kossinum mínum... Maggi hvað! Einn í sorg

Jón P. (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 1. maí 2008

Auglýst eftir Magga Rúnaari

Komið þið sæl og blessuð árgangur´'64. Nú eru bara tveir dagar í partýið og er ég orðin nokkuð spent að hitta ykkur öll, þar sem ég hef ekki komið áður á fermingarafmæli og ekki hitt mörg ykkar síðan leiðir okkar skildu fyrir 27 árum. P.S. En hvernig er það með þig MAGGI RÚNAR heldurðu ennþá að ég sé DAUÐ, ég hélt að þú mundir mæta"HALLÓ"ég er lifandi, þetta var ekki draumur eða tremmi hjá þér... Kær kveðja Guðný Gunnur Eggertsdóttir

Guðný (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 30. apr. 2008

get ekki beðið

nu þarf ekki að biða mikið lengur bara 4 dagar til stefnu buin að fara i allsherjarlytaraðgerð lyt ut eins og 25 miðað við eldri myndir buin að redda pössun og a bara eftir að blanda i glasið hitti svövu i frihöfninni hun var að kaupa tollinn svo allir hugsa það sama. johanna sig hlakka til að hitta þig og rifja upp gamla daga a neskaupstað vertu i bandi þegar þu kemur fra ameriku kveðja ia

vilfríður þorsteinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 29. apr. 2008

P.S.

Gleymdi að þakka undirbúningsnefndinni og öllum hinum sem hafa staðið að þessari síðu. Frábært framtak en líka ykkur að kenna að vinnuframlag mitt í dag var ekki upp á marga fiska. Hef hreinlega legið í síðunni að skoða myndir.

Freyja (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 29. apr. 2008

Að bresta á!

Heil og sæl árgangur ´64. Var bara að detta inn á síðuna rétt þegar þetta er að skella á, hef ekki verið heima í mánuð. Á eitthvað af gömlum skólaferðalagamyndum en það er varla tími til að fara að skanna því ég legg af stað suður á fimmtudaginn. Verður virkilega gaman að sjá ykkur öll eftir 10 ára hlé ;)

Freyja (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 29. apr. 2008

Undirbúningur hafinn.

Jæja, þá er undirbúningurinn hafinn. Stelpur, eruð þið búnar að fara í lit og plokk. Nú svo má alls ekki gleyma að fara í klippingu og LITUN, ekki viljum við að sönnunargögnin sjáist, er það!! Allir búnir að redda pössun (þeir sem þurfa). Ákveða dressið. Kaupa puss up sokkabuxur, wonderbra brjósthaldara og setja á sig gervineglurnar. Strákar, þið verðið að muna að fara í klippingu, pressa dressið og RAKIÐI ykkur nú vel svo við stelpurnar verðum ekki eldrauðar í framan eftir alla kossa frá ykkur. Annars skiptir ekkert af þessu máli, því þið eru öll svo falleg og yndisleg frá náttúrunar hendi. EN RAKIÐI YKKUR SAMT STRÁKAR :-) Enn við Kristrún stefnum á að koma snemma til Kef.. Svava, ertu ekki örugglega búin að undirbúa komu okkar, panta nuddara heim, kæla drykkina og hjúpa ávexina með súkkulaði??? Ég hlakka afskaplega til að sjá ykkur öll.

Anna Magga (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 29. apr. 2008

Fermingardraumur

jæja krakkar nú fer að líða að þessu og ég verð að segja ykkur að spennan er orðin svo mikil að maður er farin að dreyma afmælið. :) þannig var að ég mætti á réttum tíma í mitt fermingarafmæli í mínu besta pússi sem var Lopapeysa og lopahúfa. Tek fram að það voru bara stelpur mættar í partíið og voru enn að skreyta salinn. það urðu einhver leiðindi að því að ég nennti ekki að hjálpa til enda klædd í lopapeysu, að kafna úr hita. jæja partið hófst og það var svona ágætt, ekki meir enn það því það vantaði allan karlpeninginn í veisluna. svo þegar partíið var að verða búið þá birtast gæjarnir gjörsamlega allir saman á eyrunum........ og ég vaknaði :)))))) Viðvörun : Strákar passa að missa sig ekki í einhverri veislu á undan. farið gætilega í áfengið því ekki viljum við vera án ykkar :) kveðja, KZ p.s. það er örugglega einhver þarna sem getur ráðið í drauminn. ha ha...

Kristrún Zakaríasdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 29. apr. 2008

Áfengi eð ekki

Hæ hlakka tila að fá að sjá um matinn fyrir ykkur. Var bent á þessa umræðu.. Varðandi vínið þá vorum við "63 árg með þetta fyrirkomulag, og tókst alveg frábærlega, í staðinn sleppið þið við að borga þjónum, uppvaskara og fyrir utan allt tilstandið að redda víni, finna fólk til að sjá um þetta.. Verðið á áfengi verður stillt í hóf áætla að léttvínflaskan verði á 2500- 3000... Enda erum við orðin aðeins eldri og flest hætt að bera áfengi með okkur í party, hverjum finnst heitur bjór góður? eða heitt gos? Viljum við ekki bara hafa þetta huggulegt og nice og svona einn Mohito á kantinnum...kveðja Örn

Örn Garðars (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 23. apr. 2008

úfffff

Ég er nú barasta orðinn nokkuð spenntur fyrir þessu. Gaman að sjá hvað síðan er vel sótt og margir búnir að melda sig. Er vitað hve margir ætla að mæta, hversu stór hluti árgangsins?

Jens Hilmarsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 22. apr. 2008

Spurning til stjórnarinnar????

Hæ aftur allir Hlakka mikið til að sjá ykkur öll, en ein spurning tíl stjórnarinnar?? Þetta með að ekki megi koma með vín að heiman og að Örri ætli að selja vín, af hverju má ekki koma með vín að heiman það eru margir búnir að vera að tala um þetta en engin vill skrifa um þetta því þá lítur út fyrir að maður sé nískupúki... An margir hafa verið að tala um þetta þar sem þetta er einkasamkvæmi, og mig langaði bara til að verkja upp umræðu um þetta. Hvernig verður þetta tekur Örri kort eða verða allir að hafa pening?? Selur hann vínið á kostnaðarverði eða hvað?? Vonandi tekur Örri þetta ekki illa upp þetta er bara spurning sem margir eru að ræða um. Þetta er ekki heldur að ég sé nísk haha langaði bara að spyrja um þetta... Kveðja Ragga Ævars

Ragnhildur Ævarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 21. apr. 2008

...þetta verður frábært "come back"

Ég rúllaði í gegnum nokkrar myndaseríur, það sem vakti athygli mína er hvað allir voru vel girtir og með buxurnar upp á maga. Ég vil síðan þakka þeim sem standa að þessu fyrir gott framtak og sjáumst 3.maí Johannes Þórðarson

Jóhannes Þórðarson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 18. apr. 2008

Ótrúlega spenntur að hitta ykkur :-)

Hæ,hæ, ég fer reglulega inná þessa fráæru síðu til að athuga hvort ekki séu komnar einhverjar nýjar myndir. Ótrúlega flott framtak. Hlakka til að hitta alla þann 3. maí. Sjáumst þá. Hörður Hilmars.

Hörður Hilmarsson (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 12. apr. 2008

Hlakka til að hitta allt ´64 gengið...

Hæ öll, Hef fylgst með síðunni, mjög skemmtilegt, frábært framtak! Hlakka til að hitta ykkur öll.. Bestu kveðjur, Þorvaldur Árnason

Þorvaldur Árnason (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 6. apr. 2008

Greiðsluseðill

Sæl og bless fermingarnefnd. Ég veit að Kristrún Zak. er búin að fá sinn greiðsluseðil. Það bólar ekkert á mínum. Líklegasta skýringin er að ég er ekki á listanum. Ég fermdist með Njarðvíkurkrökkunum. Endilega sendiði mér greiðsluseðil. Anna Magga

Anna Magga (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 3. apr. 2008

gaui og sævar

Erum svakalega spenntir ad mæta hlökkum mikid til en það vantar fullt af myndum hvað er að???????

sævar gar'arsson (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 15. mars 2008

hæ hæ

Ragga sá þetta sá sem þú sagðir mér frá í dag, þarf bara að opna einn skáp og þar eru myndirnar, þannig að þetta er allt í vinnslu. kveðja Anna Pála

Anna Pála (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 13. mars 2008

Blessuð öll!

Er búin að taka þennan dag frá! Það er engin spurning... þetta verður gaman. Hlakka mikið til. kv Iða Brá Vilhjálmsdóttir

Iða Brá Vilhjálmsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 2. mars 2008

frábæri árgangur 1964

þessi síða er búin að bjarga mér á þessum dimmu og köldu mánuðum frábæra nefnd. ég hlakka til að hitta alla 3 maí. er að leyta af myndunum mínum hljóta að fara að pompa inn kveðja Ía

vilfríður þorstreinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 27. feb. 2008

Hellú Hellú Hellú !

Þetta er frábær síða og gaman að sjá allar myndirnar,kíki inn 1 sinni á dag og Frrráábært að sjá hvað margir ætla að mæta...Er búin að reyna að gera nokkrar athugasemdir við skemmtilegar myndir en ekkert gengur,af hverju þarf þetta að vera svona erfitt og flókið,,ég er búin að reyna allt sem mér dettur í hug...hver er summan af sex og sex...da! Gaman,Skemmtilegt,Frábært,Unaðslegt,,,,ekki rétt svar..'??

Erna Sig (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 24. feb. 2008

Frábær síða

Hæ hæ! Var að fá bréfið í hendurnar og fór strax inn á síðuna, sem er hreint frábær og skemmtlegt framtak. Þökk sé nefndinni. Einhvern veginn hafa öll fermingarafmælin farið fram hjá mér en ég mæti örugglega á þetta. Ragga mín gaman heyra frá þér.Ég er enn á sama stað,en veit ekki hvar þú býrð. Það væri gott að heyra frá þér.Ég hlakka til að sjá alla. Kveðja Anna M.Arnardóttir

Anna Margrét Arnardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 23. feb. 2008

Hihi frábærar myndir

Hi öll takk fyrir allar þessar frábæru myndir. Hvar eru myndirnar frá þér Anna Pála mín, hún sagði mér að hún ætti fullt af myndum.. Anna Arnars gaman væri ef að þú værir í sambandi ef að þig vantar svenfstað þá er nóg pláss hjá mér. Bíð spennt að hitta ykkur öll.. Ragga Ævars

Ragnhildur Ævarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 22. feb. 2008

Hæ - group of 64

Erum hér í saumó hjá Ernu í kasti yfir myndunum...HVAÐ VAR EIGINLEGA Í GANGI MEÐ HAIR-DÚIÐ HJÁ LIÐINU!! Svava mín, við kellurnar í kópó ætlum sko að fá að gista hjá þér...þurfum kannski að fá að gubba í klóið hehe. Við hlökkum mikið til að sjá ykkur öll elskurnar... CIAO. Mæja, Erna Bebba og Jenný

Jenný (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 21. feb. 2008

Jóka & Belinda

Hæ, hæ... ég misnota aðstöðuna hér í gestabókinni því mig langar svo til að heyra frá Jóku, Belindu ofl. sem ég veit þó um og mun hafa samband við. Ef þið sjáið þetta í gestabókinni þá endilega sendið mér línu í e-mail eða á heimasíðu mína. Kveðja ! Ragga www.folk.is/rlg raggag@simnet.is eða ragnhildur@sandgerdi.is

Ragnhildur L Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 20. feb. 2008

Halkka til ad sja alla

Thad er ekki haegt ad neita ad thad er kominn spenningur i mann. Eg hef bara verid i 10 ara afmaelinu, thannig ad thad er kominn timi ad madur maeti. Hlakka til ad sja ykkur oll. Kaerar Kvedjur fra Florida Joka Sig

Johanna Sigurdardotti Martin (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 20. feb. 2008

Kristín Jóna

Hæ hæ kæru fermingarsystkyni... Svakalega gaman að fylgjast með hvað síðan okkar er orðin flott og margir sem eru að skoða hana.... mættu vera fleiri að senda inn myndir.... koma svo, finna gömlu myndirnar. En planið er að hittast í keflavíkurkirkju kl. 17.00 síðan eftir það er bara frjálst tími, fólk getur hópað sig saman í fyrirparty eða haft það bara frjálst þar til við hittumst kl. 20.00. En þeir sem eru ekki búandi hér á svæðinu og vilja koma í kirkjuna endilega hafa bara samband og við reddum því.... ekki málið , grunar að það veði þó nokkur partý um allan bæ.. ( hmmm) Hlakka til að hitta ykkur 3. maí. Kveðja Kristín Jóna

Kristín Jóna Hilmarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 18. feb. 2008

Kæru 1964

Það sem við eigum tímamót á þessu ári, þá höfum við verið dugleg að senda myndir, ekki margir. Það sem fáir hafa send myndir, oft sömu andlit oftast. Ég var að taka til í skúffu minni og þá tók ég eftir bleikt albúm auðvitað fallegastur litur, ég vakti athygli á þessu albúmi, víti menn það var frá því að við héldu 20 ára fermingarafmæli. Ég ætla að senda myndir af því til Ísleif á næstunni. Það er ótrúlegt hvað við Maggi eru búin að finna í þessari skúffu. Á fermingadeiginu fékk maður engu ráðið að ég er sammála Jóni P. Ég skora á fleiri 64 MODEL AÐ SENDA FLEIRI MYNDIR TIL ÍSLEIF. Kveðja Didda

Sigríður Sveinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 18. feb. 2008

Jón Pétursson

Jón P

Krakkar nú er komið að því að hittast, það er búið að vera gaman í nefndinni ýmislegt sem búið er að rifjast upp. Skoða gamlar bekkjarmyndir og fleira. Við hvetjum ykkur til að setja myndir inn á síðuna, ég og Gudda Vilhjálms vorum að skoða myndirnar sem komnar eru inn og við vorum í hláturskasti. Bara fyndið. Maður fer ósjálfrátt að rifja upp tímann til baka þegar maður fer á síðuna, ég man að viku fyrir fermingu tók pabbi upp á því að fara með mig á hárgreiðslustofu, ég hélt ég væri að fara í klippingu neinei þá var það permanett guð minn góðu maður fékk engu ráðið( pabbi fór líka flottir feðgarnir). Mamma og systur mínar grétu í tvo daga þetta var hræðilegt. Svo tók ekki betra við þegar við frændurnir ég Binni og Skúli fórum með mæðrum okkar að kaupa föt. Það voru keypt eins föt á okkur alla enn svona var þetta bara maður var ekkert spurður haha. Bið að heilsa ykkur hlakka til að sjá ykkur kv Jón P

Jón Pétursson, sun. 17. feb. 2008

Þóranna Gunnlaugsdóttir

Er það ekki venja að þeir sem eru kosnir í nefnd fái að starfa í henni það er aðeins ein starfandi af fimm mjög lélegt

Þóranna Gunnlaugsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 15. feb. 2008

HæHæ

Veit ekkert havð ég er að gera hef aldrey bloggað fyrr. En mig langaði að spyrja við eigum að hittast í kirkjunni kl 1700 en svo förum við ekki í KK salinn fyrr en kl 20. Er ætlunin að fara að borða á milli eða hvað aetlar fólk að gera? Hlakka ekkert smá til að hitta ykkur öll. kveðja Ragga Ævars

Ragnhildur Æavrsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 14. feb. 2008

Hæhæ

Svava, auðvitað þigg ég gistingu hjá þér. Við Kristrún ætluðum reyndar að fara í nudd á Hótel Keflavík, en þú lumar kannski á góðum nuddara :-) En talandi um dagsetninguna 18maí þá gjörsamlega klíni ég því á hann Valda í tollinum hehe. Við Kristrún vorum að koma frá Berlín í nóv. og stoppaði Valdi okkur í tollinum, ekki til að gramsa í töskunum nei nei, heldur til að láta okkur vita af fermingarafmælinu 18 maí og hvort við ætluðum ekki örugglega að mæta. Ég hlakka ógesssslega til að hitta ykkur öll. Ætla að skanna inn myndir og senda á þig Ísleifur. Já svona til gamans þá vorum við saman í Tyrklandi sl. sumar ég, Ísleifur og Maggi Vilbergs. Það var mjög gaman að kynnast þeim aftur og fjölsk. Kv. Anna Magga.

Anna Magga (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 14. feb. 2008

Frábært

já ótrúlegt er það, 30 ár síðan... getur ekki verið ég eldist ekki neitt... hlakka mikið til að hitta ykkur öll. Ekki spurning 3.maí er frátekin :) kveðja Kristín Helgad.

Kristín Helgadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 13. feb. 2008

hlakka til.....

Þetta verður nú meira fjörið.... Anna Magga mín,þú mátt gista á hóteli 18 mai en þann 3 mai gistíð þið Kristrún hjá mér (FÓR Í SMÁ FÍLU)útaf þessu en það lagast.

Svava Sig (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 12. feb. 2008

Hæ hæ 64

það sem eru 30 ár síðan við staðfestu skírn okkar. Vá það yrði frábært að við yrðum fleiri enn fyrir 5 árum síðan sem mættu. Er búin að mæta á öll okkar fermingarafmælin. Verum dugleg að senda myndir á Ísleif, og toppum 63 árgang. Reynum að senda yfir 150 myndir af gömlum myndum af okkur og fjölskyldumynd af ykkur. Hittumst hress þann 03.maí að sjálfsögðu. Kv Didda

Sigríður Sveinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 12. feb. 2008

búið að taka 3.mai frá

já, eins gott að bréfið kom því ég og Anna hefðum nú misst af fjörinu því við ætluðum að mæta þann 18.mai.... :) er með nokkrar myndir sem ég á eftir að skanna inn og senda. hlakka til að sjá ykkur öll...... Kristrún Z.

Kristrún Zakaríasdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 11. feb. 2008

Hæ Hæ árgangur "64

30 ár? Ótrúlegt, hlakka til að sjá ykkur 3 maí, stefni að sjálfsögðu að því að koma suður. Gaman að skoða gömlu myndirnar á síðunni.Takk fyrir "krakkar" í afmælisnefnd. Kveðja Dísa Njáls

Þórdís Anna Njálsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 11. feb. 2008

geggt... eins og nemendur segja ;)

Jamm þá er að koma að því að fermingarafmælið skelli á ... 30 ár VÁÁ... og dagsetningin frábær, get loks mætt en síðustu 2 ferm.afmæli hef ég verið í skóla- og námsferð með nemendur 9. bekkjar en nú fer ég ekki fyrr en 29. maí svo það hittir vel á dagsetningin í ár. Ætla að reyna að ná saman fleirum sem ekki hafa komið á ferm.afmæli áður hehehe... Þetta er frábært framtak að setja upp svona uppl.síðu og á afmælisnefndin þakkir skildar fyrir frábær störf... stórt knús til ykkar. Hlakka til maí og tel dagana. Kveðja ! Ragga www.folk.is/rlg

Ragnhildur L. Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 9. feb. 2008

frábært

Jæja ,ég er í sömu sporum og nafna mín . Hef ekki bloggað fyrr.Ég vildi líka þakka þessari frábæru nefnd fyrri vel unnin störf og hlakka til að sjá alla 3. maí..... Var það ekki . Ekki nema að Önnu M. og Kristrúni langi að hafa annað síðbúið partý! En ég halkka til að sjá ykkur öll. kveðja Anna Dís

Anna Aldís Víðisdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 8. feb. 2008

Sæl öll

Jæja, þá er þetta bara að bresta á, 30 ÁR. Er það virkilegt!! Mér líður allavega ekki deginum eldri en 28 ára. Þetta er frábært framtak hjá ykkur í nefndinni og glæsilegt hjá þér Ísleifur. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég hef ALDREI bloggað og var nú að reyna að myndast við að fara inn á 1964.blogg.is og skráði mig inn og svo ekki söguna meir hahaha. Ég var því dauðfegin þegar hún Kristrún Zakk sagði mér frá þessari síðu. Við vinkonurnar bíðum spenntar eftir 18 maí og ætlum við koma snemma í Kef. leigja okkur hótelherbergi og gera eitthvað sniðugt yfir daginn. Verum nú dugleg að senda inn á síðuna krakkar. Hlakka bara til ........ Anna Magga.

Anna Magga (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 8. feb. 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband